Sport

Nýtt lið til keppni árið 2008

David Richards snýr aftur í Formúluna árið 2008
David Richards snýr aftur í Formúluna árið 2008 NordicPhotos/GettyImages
Nýtt keppnislið hefur nú verið samþykkt inn á mótaröðina í Formúlu 1 árið 2008 og verða keppnisliðin því orðin 12. Nýja liðið verður undir stjórn David Richards og ber nafnið Prodrive. Richards þessi var áður liðsstjóri BAR og Benetton, en hefur ekki verið viðriðinn Formúlu 1 í tvö ár. Tíu umsóknum um inngöngu í mótaröðina var hafnað, þar sem menn eins og Eddie Jordan, Paul Stoddard og Craig Pollock voru á meðal þeirra sem voru úti í kuldanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×