Sport

Alonso sigraði á heimavelli

Renault-menn fagna hér góðum árangri sínum í Barcelona í dag
Renault-menn fagna hér góðum árangri sínum í Barcelona í dag NordicPhotos/GettyImages

Heimsmeistarinn Fernando Alonso sigraði örugglega í Spánarkappakstrinum sem fram fór í Barcelona í dag. Alonso leiddi frá upphafi til enda í dag og olli fjölmörgum stuðningsmönnum sínum engum vonbrigðum. Michael Schumacher hjá Ferrar hafnaði í öðru sæti og Giancarlo Fisichella hjá Renault varð þriðji.

Alonso er efstur í stigakeppni ökuþóra með 54 stig, Michael Schumacher hefur 39 stig og Kimi Raikkönen hefur 27 stig. Renault er í efstasæti í keppni bílasmiða með 78 stig, Ferrari hefur 59 stig og McLaren er í þriðja sætinu með 42 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×