Sport

Scumacher gerir lítið úr tapinu

AFP

Michael Schumacher neitar að gera of mikið úr því að Fernando Alonso hafi tekið hann í bakaríið í Spánarkappakstrinum um helgina og segir nóg eftir af mótinu.

"Það er enn mikið eftir af keppnistímabilinu og ég er þokkalega sáttur við mitt úr því ég tapaði bara tveimur stigum um helgina. Við gerum okkur grein fyrir því að við vinnum ekki allar keppnir, stundum eru þeir einfaldlega betri en við," sagði Schumacher.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×