Sport

Fisichella áfram hjá Renault

Giancarlo Fisichella verður áfram hjá Renault
Giancarlo Fisichella verður áfram hjá Renault NordicPhotos/GettyImages
Ökuþórinn Giancarlo Fisichella hefur framlengt samning sinn við lið Renault í Formúlu 1út næsta keppnisár, en gamli samningurinn hefði runnið út að loknu yfirstandandi tímabili. Nokkur óvissa hafði ríkt um framtíð ítalans hjá liðinu og höfðu þeirKimi Raikkönen, Juan Pablo Montoya og Mark Webber allir verið orðaðir við Renault. Heimsmeistarinn Fernando Alonso fer sem kunnugt er frá liðinu til McLaren á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×