Körfubolti

Haukar í átta liða úrslitin

Íslandsmeistarar Njarðvíkur taka á móti Hamarsmönnum í Njarðvík í kvöld klukkan 19:15
Íslandsmeistarar Njarðvíkur taka á móti Hamarsmönnum í Njarðvík í kvöld klukkan 19:15 Mynd/Vilhelm

Haukar úr Hafnarfirði urðu í gærkvöld síðasta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Powerade bikarsins í körfubolta þegar liðið lagði ÍR 76-65 í Seljaskóla. Hreggviður Magnússon skoraði 19 stig fyrir ÍR og Rodney Blackstock setti 16, en Roni Leimu skoraði 22 stig fyrir Hauka og Kevin Smith setti 19 stig.

Átta liða úrslitin hefjast svo í dag, en það verður spilað stíft í keppninni um helgina. Í kvöld klukkan 19:15 taka Njarðvíkingar á móti Hamri/Selfoss í Njarðvík og á morgun klukkan 16 mætast KR og Grindavík í DHL-höllinni, Keflavík tekur á móti Tindastól klukkan 19:15 og á sama tíma eigast við Skallagrímur og Haukar í Borgarnesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×