Körfubolti

Njarðvík og Keflavík leika til úrslita

Njarðvíkingar mæta grönnum sínum úr Keflavík í úrslitum á laugardag
Njarðvíkingar mæta grönnum sínum úr Keflavík í úrslitum á laugardag

Það verða grannarnir Keflvíkingar og Njarðvíkingar sem spila til úrslita í Powerade bikarnum í karlaflokki eftir að Njarðvíkingar skelltu KR 102-95 í skemmtilegum leik í Laugardalshöllinni í kvöld. KR-ingar höfðu frumkvæðið meira og minna fram í fjórða leikhluta, en Íslandsmeistararnir reyndust sterkari á lokasprettinum. Úrslitaleikurinn fer fram á laugardaginn.

Jeb Ivey var stigahæstur í liði Njarðvíkur með 29 stig, Hjörtur Einarsson skoraði 19 stig, Brenton Birmingham 17 stig, Egill Jónasson 15 og Friðrik Stefánsson.

Tyson Patterson skoraði 31 stig fyrir KR, Jeremiah Sola skoraði 21 stig og hirti 9 fráköst og Peter Heizer skoraði 15 stig. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×