Handbolti

Akureyri vann góðan heimasigur

Akureyri vann góðan heimasigur, 33-24, á ÍR á Akureyri í dag. Sigur Akureyringa var aldrei í hættu en staðan í hálfleik var  17-9. Akureyringar léku mjög vel í dag og varnarleikur þeirra var góður að sama skapi náðu ÍR-ingar sér aldrei á flug.

Hjá Akureyri skoraði Goran Gusic 11 mörk, Magnús Stefánsson 6, og hinn ungi Ásbjörn Friðriksson 4.

Hjá ÍR var Björgvin Hólmgeirsson með 7 mörk og Davíð Georgsson 6.

Bæði lið hafa nú tvö stig í deildinni eftir að hafa unnið sinn heimaleikinn hvort.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×