Tónlist

Samið um samstarf í kringum Airwaves til fjögurra ára

Frá tónleikum Sprengjuhallarinnar á Icelandic Airwaves á Gauki á Stöng í gærkvöld.
Frá tónleikum Sprengjuhallarinnar á Icelandic Airwaves á Gauki á Stöng í gærkvöld. MYND/Heiða Helgadóttir

Icelandair, Reykjavíkurborg og viðburðafyrirtækið Herra Örlygur undirrituðu í dag fjögurra ára samstarfssamning um tónlistarhátíðina Iceland Airwaves. Hátíðin hefur verið haldin frá árinu 1999 og stendur einmitt yfir þessa dagana.

Fram kemur í tilkynningu frá samstarfsaðiluinum að Reykjavíkurborg leggi alls 19 milljónir króna til næstu fjögurra hátíða en Icelandair hefur verið aðalbakhjarl hátíðarinnar frá upphafi. Með samningum styðji borgin jafnframt það yfirlýsta markmið aðstandenda Iceland Airwaves að styrkja hátíðina enn frekar í sessi og auka markaðssókn erlendis í tengslum við hana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×