Innlent

Formannsskipti hjá Landssambandi hestamannafélaga

Í dag hefst þing Landssambands hestamannafélaga í Borgarnesi. Það er í boði Hestamannafélagsins Skugga og stendur fram á seinnipart laugardags.

Reiknað er með um 160 fulltrúum á þinginu sem eru 26 fleiri en á síðasta þingi, það skýrist af því að íslenskum hestamannafélögum hefur farið fjölgandi á undanförnum árum. Fyrir þinginu liggur meðal annars að kjósa nýjan formann því Jón Albert Sigurbjörnsson, núverandi formaður, gefur ekki kost á sér til endurkjörs.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×