Golf

Birgir Leifur í 7. sæti

Birgir Leifur er í góðum málum á Spáni
Birgir Leifur er í góðum málum á Spáni

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er í 7. sæti á 2. stigi úrtökumótsins fyrir evrópsku mótaröðina þegar leiknir hafa verið tveir hringir á Sherry vellinum á Spáni. Birgir lék á tveimur höggum undir pari í dag eins og í gær og er því í ágætri stöðu til að vinna sér sæti á lokaúrtökumótinu sem fram fer eftir viku.

Heiðar Davíð Bragason úr Kili var einnig í eldlínunni á 2. stigi úrtökumótsins í dag þegar hann lauk keppni á höggi undir pari á öðrum keppnisdegi Emporda vellinum á Spáni. Heiðar er í 34. sæti á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×