Innlent

Múlagöng lokuð að mestu í kvöld og nótt

MYND/Helgi Ólafsson

Múlagöng verða lokuð fyrir allri umferð frá klukkan 21 í kvöld til 23.30 og svo aftur frá miðnætti og til sex í fyrramálið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þar segir einnig að hálka eða snjóþekja sé víðast hvar á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. Þá er Dynjandisheiði ófær og Hrafnseyrarheiði þungfær. Á Norður- og Norðausturlandi er víða hálka en vegir á Austur- og Suðausturlandi eru víðast hvar greiðfærir þótt hálkublettir séu sumstaðar á heiðum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×