Erlent

Forsætisráðherra Noregs knúsar aðeins konur

Jens Stoltenberg; enga karlmenn, takk.
Jens Stoltenberg; enga karlmenn, takk. MYND/AP

Forsætisráðherra Noregs knúsar bara konur. Þetta kom fram í afmæli menntamálaráðherra landsins, á dögunum.

Trond Giske, menntamálaráðherra, átti fertugsafmæli og fékk til sín margt góðra gesta. Meðal þeirra var Jens Stoltenberg, forsætisráðherra. Giske var í afmælisskapi, og þegar þeir heilsuðust breiddi hann út faðminn og laut fram til að leggja vanga að vanga.

Stoltenberg virtist bregða og hann steig til baka. Þegar blaðamenn leituðu skýringa á þessum viðbrögðum svaraði talsmaður Stoltenbergs því til að forsætisráðherrann knúsaði aðeins konur.

Norskur kynjafræðingur segir að engin knúshefð sé í Noregi, en það verði þó æ algengara að fólk faðmist þegar það hittist við sérstök tækifæri. Á sjöunda áratug síðustu aldar hefði þótt óeðlilegt að ráðherrar föðmuðust, en það sé ekki í dag. Nú sé það undir hverjum og einum komið hvernig hann heilsar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×