Innlent

Búist við töluverðu hvassviðri í kvöld og nótt

MYND/Vilhelm

Seint í kvöld og síðan í nótt má búast við talsvert hvössu veðri á landinu. Eru horfur á að vindhraðinn verði á bilinu 18-25 m/s þegar hvassast er með talsvert hærri vindhraða í hviðum eða allt að 40 m/s. Hvassast verður sunnan til í nótt en á morgun hvessir einnig vestan og norðvestan til á landinu samhliða því að vindur snýr sér til vesturs og norðvesturs.

„Þetta er nú um margt nokkuð ólíkt veðurofsanum um síðustu helgi. Það er djúp og kröpp lægð, um 958 mbör sem er að mjaka sér upp að suðvestanverðu landinu og gengur svo yfir landið í nótt og á morgun," segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur á Veðurstofu NFS.

„Það er rétt að nefna að tölvuspárnar eru ekki á einu máli um framþróun veðursins og því erfitt að fullyrða nokkuð að svö stöddu hvar veðrið verður verst. Ég er á vaktinni í dag og mun flytja nýjar fréttir um leið og málið skýrist," segir Sigurður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×