Innlent

Embættisafglöp ráðamanna

Forstöðumaður Miðstöðvar heilsuverndar barna sakar ráðamenn um embættisafglöp í sölu á Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg og segir ferlið allt glórulaust.

Geir Gunnlaugsson man ekki til þess að þeir sem úrskurðuðu Heilsuverndarstöðina við Barónstíg handónýta og að þess vegna þyrfti að selja - hafi nokkru sinni sest niður með honum og starfsfólki stöðvarinnar til að skoða þarfir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins með heildrænum hætti. Hann segir að í sínum huga sé ákvörðun um sölu stöðvarinnar við Barónsstíg nánast embættisafglöp. "Þetta var glórulaust ferli frá upphafi til enda."

Hann segir það vekja furðu að flytja þessa miðstöð sem sé kjarni heilsugæslu frá Hafnarfirði upp á Kjalarnes - burt frá þessu vaxandi þekkingarþorpi kringum Landspítalann. Hann segir það skipta máli að þær deildir sem nú eru við Barónsstíginn verði áfram undir sama þaki.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×