Viðskipti innlent

Eimskip kaupir fyrirtæki á Nýfundnalandi

Barbour Grace CS Inc. á Nýfundnalandi.
Barbour Grace CS Inc. á Nýfundnalandi.

Eimskip hefur eignast meirihluta í fyrirtækinu Harbour Grace CS Inc (HGCS) á Nýfundnalandi. Harbour Grace sér um frystigeymslu- og losunarþjónustu við togara í bænum Harbour Grace við Conception Bay á Nýfundalandi. Eimskip hefur átt fjórðungshlut í Harbour Grace Inc frá árinu 2000.

Í tilkynningu frá Eimskipi segir að félagið hafi aukið eignarhlutdeild sinn í 51 prósent til að styrkja enn frekar stöðu sína á Nýfundnalandi með heildarlausnir fyrir viðskiptavini sína í sjávarútvegi. Auk frystigeymslu- og losunarþjónustu fyrir togara, býður Harbour Grace dreifingu um allan heim, en stærstu markaðir eru Evrópa, Austurlönd fjær og Ameríka.

Harbour Grace Coldstore var stofnað árið 1994 og er nú einn helstu atvinnurekandinn í Harbour Grace, rúmlega 3.000 íbúa bæ um 50 kílómetra fyrir utan St. John's, höfuðstað Nýfundnalands. Félagið býður fiskiskipum alhliða þjónustu, umboðsþjónustu, losun og lestun frystra afurða, geymslu, veiðarfæri og umbúðir, auk ýmiskonar fyrirgreiðslu og samskipta við flutningsaðila.

Eimskip hefur rekið eigin skrifstofu í St. John's, höfuðborg Nýfundnalands frá árinu 1990 með það að markmiði að þjónusta þetta markaðssvæði, að því er segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×