Körfubolti

Naumt tap hjá Njarðvíkingum

Jeb Ivey var heitur á lokasprettinum hjá Njarðvík en það dugði skammt
Jeb Ivey var heitur á lokasprettinum hjá Njarðvík en það dugði skammt Mynd/Vilhelm

Njarðvíkingar töpuðu í kvöld öðrum leik sínum í röð í riðlakeppni Áskorendakeppni Evrópu í körfuknattleik þegar liðið lá fyrir úkraínska liðinu Cherkaski 98-96 í Keflavík. Gestirnir höfðu tögl og haldir framan af leik, en með góðum endaspretti voru Njarðvíkingar nálægt því að stela sigrinum.

Njarðvíkingar hafa því tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í sterkum riðli sínum. Friðrik Stefánsson var stigahæstur Njarðvíkinga í kvöld með 28 stig en Jeb Ivey kom næstur með 27 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×