Innlent

Birtir uppgjör úr prófkjörsbaráttu sinni

Sigríður Andersen, sem hafnaði í 10. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hefur birt uppgjör vegna prófkjörsins. Sigríður telur að flokkar og framboð eig að hafa sjálfdæmi um hversu mikið af upplýsingunum þau birta. 

Sigríður hafnar hugmyndum um að banna eða takmarka eigi verulega frjáls framlög til stjórnmálaflokka og frambjóðenda. Prófkjörið kostaði Sigríði tæpar 3,7 milljónir en Sigríður fékk fjárframlög frá félögum og einstaklingum fyrir tæpar 3,9 milljónir. Hagnaður Sigríðar af prófkjörinu var því tæpar 200.000 krónur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×