Körfubolti

Grindavík lagði Snæfell

Sigurður Þorvaldsson fær hér óblíðar móttökur hjá Pálunum tveimur í liði Grindavíkur
Sigurður Þorvaldsson fær hér óblíðar móttökur hjá Pálunum tveimur í liði Grindavíkur Mynd/Víkurfréttir

Grindavík lagði Snæfell 87-82 í stórleik dagsins í 32 liða úrslitum bikarkeppni Lýsingar í körfubolta. Steven Thomas skoraði 23 stig og hirti 8 fráköst fyrir Grindavík og Adam Darboe skoraði 18 stig. Justin Shouse skoraði 28 stig fyrir Snæfell, Sigurður Þorvaldsson 17 og Hlynur Bæringsson skoraði 13 stig og hirti 15 fráköst.

Keflavík burstaði Hött á Egilsstöðum 116-59. Tim Ellis skoraði 42 stig og hirti 10 fráköst fyrir Keflavík, en Björgvin Gunnarsson skoraði 20 stig og hirti 8 fráköst fyrir Hött.

Hamar/Selfoss lagði B-lið Njarðvíkur 95-73. Bojan Bojovic skoraði 17 stig fyrir Hamar og George Byrd skoraði 15 stig og hirti 9 fráköst. Ragnar Ragnarsson og Hjörtur Einarsson skoruðu 16 stig hvor fyrir Njarðvík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×