Innlent

Hægt að stöðva framkvæmdir fyrirtækja ef starfsmannaleigur veita ekki upplýsingar

Samkvæmt nýju frumvarpi félagsmálaráðherra verður hægt að stöðva framkvæmdir hjá fyrirtækjum ef starfsmannaleigur sem þau skipta við sinna ekki upplýsingaskyldum sínum.

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra var gestur Sölva Tryggvasonar í Íslandi í dag í gær þar sem aðallega var rætt um þá erlendu verkamenn sem búa í ólöglegu húsnæði. Upplýsti ráðherra að hann hefði boðað á sinn fund í gær fulltrúa frá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og annara ráðuneyta til þess að taka á þessum málum.Ráðherra tók undir það að þessi mál væru í ólestri en vék sér undan að fella dóma um hvar ábyrgðin lægi - lét þess þó getið að þetta væri mál sem stæði sveitarfélögunum nærri.

Magnús upplýsti jafnframt að það væri í lokavinnslu frumvarp til laga um aukna upplýsingaskyldu erlendra starfsmannaleiga meðal annars til skattayfirvalda. Þá væri nýmæli að hægt væri að fara í hart gegn þeim fyrirtækjum sem kaupa þjónustu af starfsmannaleigunum ef þær standa sig ekki í stykkinu - jafnvel stövða rekstur þeirra til að þvinga það í gegn að strafsmannaleigurnar standi rétt að málum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×