Innlent

Vilja að afgreiðslu RÚV-frumvarps verði frestað

MYND/GVA

Stjórn Alfreðs, félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík suður, skorar á forystumenn Framsóknarflokksins að fresta afgreiðslu frumvarps um Ríkisútvarpið um óákveðinn tíma eða á meðan málið er rætt betur innan flokksins. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu.

Þar segir að engin knýjandi nauðsyn sé á fyrirhuguðum breytingum eða jafnvel einkavæðingu stofnunarinnar, eins og sumir sjálfstæðismenn vilja. Minnir Alfreð á ályktun miðstjórnar Framsóknarflokksins og málefnastefnuskrá frá 2003 þar sem fram komi þau fyrirheit að RÚV verði breytt í sjálfseignarstofnun sem gerir þjónustusamning við ríkið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×