Innlent

Matarskattsfrumvarp á dagskrá Alþingis í dag

Frumvarp ríkisstjórnarinnar um matarskattinn er á dagskrá Alþingis í dag. Frumvarpið er í samræmi við tillögur ríkisstjórnarinnar frá 9. október um að lækka matarverð. Virðisaukaskattur lækkar úr fjórtán prósentum í sjö þann 1. mars og vörugjöld af öðru en sykri og sætindum falla niður.

Þá lækkar einnig virðisaukaskattur af annarri þjónustu og vörum sem báru áður fjórtán prósenta virðisaukaskatt, til að mynda bókum, blöðum, húshitun og hótelgistingu. Virðisaukaskattur af þjónustu á veitingahúsum lækkar úr tuttugu og 24,5 í 7.

Lækkun virðisaukaskatts á matvöru nær einnig til áfengis, en samkvæmt núgildandi lögum er áfengi í efra þrepi virðisaukaskatts. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar um lækkun matvælaverðs miðuðu hins vegar ekki að því að lækka verð á áfengi. Af þeim sökum er með frumvarpinu lagt til að áfengisgjald verði hækkað til mótvægis við þá verðlækkun sem verður vegna lækkunar virðisaukaskatts af áfengi eða sem nemur tæpum sextíu prósentum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×