Innlent

Ölfus og OR sýni náttúruperlum nærgætni

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar vill að Sveitarfélagið Ölfus og Orkuveita Reykjavíkur gangi af virðingu og nærgætni um náttúruperlur Hengilssvæðisins í skipulagsmálum og framkvæmdum næstu ára. Þetta kemur fram í ályktun frá bæjarfélaginu.

Bent er á að margar náttúruperlur Ölfuss, eins og Reykjadalur, Grændalur og Ölkeldurháls, séu í næsta nágrenni Hveragerðis og þær laði til sín fjölmargt útivistarfólk og náttúruunnendur á ári hverju. Enn fremur segir bæjarstjórn Hveragerðis skýrt kveðið á um umhverfisbætur og bætt aðgengi fyrir ferðafólk á Hengilsvæðinu í samningi Orkuveitu Reykjavíkur og bæjarins frá árinu 2004.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×