Innlent

Krefjast stefnubreytingar í umferðarmálum

MYND/Páll Bergmann

Neytendasamtökin krefjast stefnubreytingar í umferðarmálum af hálfu ráðamanna landsins með það að markmiði að auka umferðaröryggi og fækka hörmulegum slysum og örkumlum á vegunum.

Fram kemur á vef samtakanna að þrátt fyrir gríðarlega áherslu á auglýsingar á árinu og á sama tíma og efnt er til átaks þar sem hátt í 40 þúsund manns hafi skrifað undir yfirlýsingu þar sem heitið er að bæta hegðun í umferðinni séu dauðaslysin jafn mörg og raun ber vitni, en þau eru alls 27 á árinu. Við dauðaslysin bætist svo þeir sem hafi slasast alvarlega og búi sumir við varanlega fötlun. Ekki verði unað við þetta ástand.

Þá segja samtökin það sorglegt að það skuli þurfa aðstandendur fórnarlamba umferðarslysa til að reka stjórnvöld til aðgerða en það hafi gerst bæði hvað varðar framkvæmdir við Keflavíkurveg og Suðurlandsveg. Samgöngur séu samfélagslegt verkefni og samgönguráðherra ætti að hafa það sem forgangsmál að mestu samgöngubætur eigi sér stað á fjölförnustu vegaköflum landsins þar sem slysin eru flest og alvarlegust. Ljóst sé að ekkert annað en tvær aðskildar akreinar í hvora átt komi til greina sem framtíðarlausn á helstu stofnbrautum landsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×