Innlent

Vilja vísa RÚV-frumvarpi frá

MYND/GVA

Minnihluti menntamálanefndar leggur til að frumvarpi um Ríkisútvarpið ohf. verði vísað frá en önnur umræða um frumvarpið stendur nú yfir.

Fyrr í dag var greint frá því að stjórnarliðar og stjórnarandstaða hefðu komist að samkomulagi um að þriðja umræða um frumvarpið færi fram eftir áramót en stjórnarandstaðan er þrátt fyrir þetta enn mótfallin frumvarpinu.

Í áliti minnihluta menntamálanefndar um frumvarpið kemur meðal annars fram að með því sé ekki skapaður sá starfsrammi sem Ríkisútvarpinu hæfi til frambúðar og þar með ekki sá starfsfriður sem Ríkisútvarpinu sé nauðsynlegur. Líklegt sé að samþykkt frumvarpsins leiði til enn ákafari deilna en áður um stöðu Ríkisútvarpsins á fjölmiðlavettvangi og jafnvel til málaferla heima og erlendis.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×