Körfubolti

ÍS lagði Breiðablik

NordicPhotos/GettyImages

Einn leik fór fram í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld. Stúdínur unnu sigur á botnliði Breiðabliks 74-62 í Kennaraháskólanum. Þórunn Bjarnadóttir skoraði 16 stig fyrir ÍS, Hafdís Helgadóttir 15 stig og hirti 10 fráköst og Anabel Perdomo skoraði 13 stig og gaf 14 stoðsendingar. Tiara Harris skoraði 23 stig fyrir Blika, sem eru á botni deildarinnar án stiga en Stúdínur eru í 4. sæti með 8 stig.

Þá lauk 16-liða úrslitunum í bikarkeppni karla í kvöld þar sem Keflvíkingar burstuðu Fjölni 111-85 í Grafarvogi og ÍR vann sömuleiðis auðveldan sigur á Stjörnunni 102-67 í Seljaskóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×