Handbolti

Valur yfir í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fjórum sem standa yfir í DHL deild karla í handbolta, en þetta eru síðustu leikirnir fyrir jólafrí. Valsmenn hafa yfir 14-10 gegn HK í toppslag liðanna í Laugardalshöll. Markús Máni Michaelsson hefur skorað 4 mörk fyrir Val og Davíð Höskuldsson og Ingvar Árnason 3 hvor, en Valdimar Þórsson 5 og Ragnar Hjaltested 4 fyrir HK.

Fram hefur tveggja marka forystu gegn Akureyri fyrir norðan, ÍR hefur yfir gegn Stjörnunni og Haukar leiða gegn Fylki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×