Viðskipti innlent

Peningaskápurinn...

Stjórnarmaður Kaupþings vill sænskan banka

Ríkisstjórn hægrimanna í Svíðþjóð hyggst selja hluti ríkisins í fyrirtækjum á næstunni. Meðal þess sem er til sölu er fasteignalánabankinn SBAB sem virðist vekja áhuga margra. Þanning hefur Danske Bank undir forystu Peter Straarup sýnt áhuga á að kaupa bankann. Fleiri eru nefndir til sögunnar. Nordea er einnig sagður hafa áhuga svo og Länsförsäkringar sem er sjötti stærsti banki Svíþjóðar í fasteignalánum. Þar er í forystu Tommy Person sem vill til að er stjórnarmaður í Kaupþingi. Kaupþing er einnig sagt hafa áhuga, en ekki hafa neinar yfirlýsingar um slíkt borist. Hins vegar er líklegt að Sigurður Einarsson fylgist vel með þróun mála.

Reynir ríki

Þeir eru margir ríku huldumennirnir í íslensku viðskiptalífi eftir uppgang síðustu ára. Sá ríkasti heitir sennilega Reynir ef snúa má út úr fyrirsögn á vísi.is um skýrslu Standar & Poor's. Þar stóð: Reynir á bankana.

Eignarhald er mismunandi ljóst á fjármálafyrirtækjum. Þannig er hægt og bítandi verið að finna hirða fyrir fé sparisjóðanna. SPRON ætlar að greiða allan sinn hagnað í arð og má búast við að svo verði gefið út nýtt stofnfé. Þá geta stofnfjáreigendur notað arðinn til að kaupa nýtt stofnfé.

Hlutafélag er svo lokaáfanginn. Ætli að Reynir sé líka stofnfjáreigandi?





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×