Viðskipti innlent

BYRjunar-örðugleikar

Eitthvað virðist nafnbreyting sameinaðra sparisjóða Hafnfirðinga og vélstjóra hafa farið fram hjá sumum viðskiptavinum. Á laugardaginn var nýtt nafn, Byr - sparisjóður, og merki kynnt. Á mánudegi heyrðist hins vegar af viðskiptavini sem kom inn í sinn gamla sparisjóð og stoppaði hissa við. „E... er þetta ekki ennþá banki?" spurði sá og fékk frekar þreytulegt tilsvar um að víst væri það svo.

Spurningin hafði heyrst oftar um daginn. Heldur virtist starfsstúlkan þreytt á vangaveltum um nýtt nafn og kvaðst hafa heyrt margar útgáfur yfir daginn þegar sami viðskiptavinur sagði að sér þætti nafnið „eins og á netagerð".





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×