Tónlist

Svítur og sónötur

Hjörleifur Valsson fiðluleikari heldur tónleika ásamt Ástríði Öldu Sigurðardóttur píanóleikara, Kristni H. Árnasyni gítarleikara og Tatu Kantomaa harmonikuleikara í Salnum í Kópavogi í kvöld.

Á efnisskránni er Svíta í gömlum stíl fyrir fiðlu og píanó eftir Alfred Schnittke, Sonata Concertata fyrir fiðlu og gítar eftir Niccolo Paganini, Svítan „Næturgali keisarans" fyrir fiðlu, gítar og harmoniku eftir Václav Trojan, Sónata fyrir fiðlu og píanó eftir Leos Janácek og Z domoviny eftir Bedrich Smetana.

Tónleikarnir hefjast kl. 20.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×