Viðskipti innlent

Kosningasigur FL Goup

FL Group á í mesta basli með hlutinn í Finnair, en finnska ríkið vill ekkert af þessum næststærsta hluthafa vita. Sigur hægrimanna í Finnlandi kann að opna nýja möguleika, enda einkavæðing á dagskrá hægriflokka. Það kann þó að vera að tregðulögmál lifi enn. Samanber þau orð sem uppi voru þegar Hannes Smárason eignaðist Flugleiðir, en þá var talað um að því fylgdi mikil ábyrgð að taka að sér, eins og það var orðað, jafn stóran hlut í samgöngufyrirtækinu. Hannes komst ágætlega frá fóstrinu og er örugglega undir það búinn að ala upp finnskt tökubarn í greininni. Spurningin er hvort fjöregg Finna verður falt.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×