Allir fara vestur á Aldrei fór ég suður 5. apríl 2007 09:00 Tónlistarhátíðin var haldin í fyrsta skipti árið 2004 og hefur vaxið í vinsældum á hverju ári síðan þá. Tæplega fjörutíu listamenn koma fram á hátíðinni í ár og er aðgangur ókeypis. Myndin er síðan á hátíðinni í fyrra. MYND/Hörður Straumur ferðalanga liggur á Ísafjörð og Akureyri um páskana, samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi Íslands. Fjórar vélar fóru til Ísafjarðar í gær, aðrar fjórar fara í dag og þrjár á föstudag. Fullt er í allar vélar til Ísafjarðar og Akureyrar á föstudaginn langa. Meginástæðan fyrir vinsældum Ísafjarðar um páskana er tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður sem þar verður haldin næstu daga. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Meðal listamanna sem troða upp á hátíðinni eru Blonde Redhead, Ham, Lay Low og Mínus. „Við höfum bætt við nokkrum vélum núna fyrir páskana," segir Inga Birna Ragnarsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Flugfélags Íslands. „Straumurinn liggur til skíðasvæðanna, bæði á Akureyri og Ísafirði, og við finnum að tónlistarhátíðin á Ísafirði hefur fest sig í sessi," segir hún. Á Akureyri verður páskaævintýri með tilheyrandi skemmtunum og uppákomum. Hlíðarfjall verður einnig opið alla páskana fyrir þá sem vilja bregða sér á skíði eða snjóbretti. Kristín Lilja Kjartansdóttir, deildarstjóri umferðarþjónustu hjá Vegagerðinni, segir að flestir þjóðvegir eigi að vera vel færir og ekki sé mikið um framkvæmdir. „Það er verið að vinna við veginn í Djúpinu svo þeir sem fara til Ísafjarðar þurfa að fara varlega. Þær framkvæmdir ættu þó ekki að tefja fyrir," segir Kristín. Hún hvetur fólk til þess að leita sér upplýsinga um ástand og færð á vegum áður en lagt er af stað, enda allra veðra von á þessum árstíma. Í tilefni af ferðagleði landans um páskana vekur Landsbjörg athygli á góðum ferðareglum sem rétt er að hafa í huga. Þær segja meðal annars að ef ferðast sé um láglendið skuli fylgjast vel með veðurspá, stilla aksturshraða miðað við aðstæður og hafa beltin spennt. Sé ferðast um hálendið gildi sömu reglur, en einnig skuli gera ferðaáætlun og taka með sjúkragögn og hlífðarfatnað. Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Straumur ferðalanga liggur á Ísafjörð og Akureyri um páskana, samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi Íslands. Fjórar vélar fóru til Ísafjarðar í gær, aðrar fjórar fara í dag og þrjár á föstudag. Fullt er í allar vélar til Ísafjarðar og Akureyrar á föstudaginn langa. Meginástæðan fyrir vinsældum Ísafjarðar um páskana er tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður sem þar verður haldin næstu daga. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Meðal listamanna sem troða upp á hátíðinni eru Blonde Redhead, Ham, Lay Low og Mínus. „Við höfum bætt við nokkrum vélum núna fyrir páskana," segir Inga Birna Ragnarsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Flugfélags Íslands. „Straumurinn liggur til skíðasvæðanna, bæði á Akureyri og Ísafirði, og við finnum að tónlistarhátíðin á Ísafirði hefur fest sig í sessi," segir hún. Á Akureyri verður páskaævintýri með tilheyrandi skemmtunum og uppákomum. Hlíðarfjall verður einnig opið alla páskana fyrir þá sem vilja bregða sér á skíði eða snjóbretti. Kristín Lilja Kjartansdóttir, deildarstjóri umferðarþjónustu hjá Vegagerðinni, segir að flestir þjóðvegir eigi að vera vel færir og ekki sé mikið um framkvæmdir. „Það er verið að vinna við veginn í Djúpinu svo þeir sem fara til Ísafjarðar þurfa að fara varlega. Þær framkvæmdir ættu þó ekki að tefja fyrir," segir Kristín. Hún hvetur fólk til þess að leita sér upplýsinga um ástand og færð á vegum áður en lagt er af stað, enda allra veðra von á þessum árstíma. Í tilefni af ferðagleði landans um páskana vekur Landsbjörg athygli á góðum ferðareglum sem rétt er að hafa í huga. Þær segja meðal annars að ef ferðast sé um láglendið skuli fylgjast vel með veðurspá, stilla aksturshraða miðað við aðstæður og hafa beltin spennt. Sé ferðast um hálendið gildi sömu reglur, en einnig skuli gera ferðaáætlun og taka með sjúkragögn og hlífðarfatnað.
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira