Handbolti

Stjarnan upp að hlið Valsstúlkna

Stjörnustúlkur komust í dag upp að hlið Valsstúlkna á toppi DHL-deildar kvenna í handbolta með því að leggja Hauka af velli á heimavelli sínum, 21-15. Um sannkallaðan toppslag var að ræða því fyrir leikinn voru liðin með jafnmörg stig. Valur, Stjarnan og Grótta hafa öll fengið 18 stig en Grótta hefur spilað tveimur leikjum meira en tvö fyrstnefndu liðin.

Grótta vann sannfærandi 30-21 sigur á HK í dag, en HK kom einmitt mikið á óvart í síðustu viku með því að ná jafntefli gegn toppliði Vals.

Tveir aðrir leikir voru á dagskrá í DHL-deild kvenna í dag; Fram lagði FH í Safamýrinni, 24-22, og á Akureyri skildi lið heimamanna og gestanna úr ÍBV jöfn, 23-23. Þetta var fyrsta stig Akureyrar það sem af er tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×