Körfubolti

Grindavík lagði Breiðablik

Tamara Bowie hefur farið hamförum í liði Grindavíkur í vetur
Tamara Bowie hefur farið hamförum í liði Grindavíkur í vetur Mynd/Daníel
Einn leikur fór fram í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í dag. Grindavíkurstúlkur unnu þar auðveldan sigur á Breiðablik í Smáranum 71-57 eftir að hafa verið yfir 41-21 í hálfleik. Tamara Bowie átti enn einn stórleikinn fyrir Grindavík og skoraði 28 stig og hirti 19 fráköst hjá Grindavík og Hildur Sigurðardóttir skoraði 17 stig og hirti 8 fráköst. Telma Fjalarsdóttir átti frábæran leik í liði Breiðabliks með 22 stig og 18 fráköst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×