Körfubolti

Haukar völtuðu yfir Hamar

Mynd/AntonBrink
Yfirburðir Íslandsmeistara Hauka voru sem fyrr ótrúlegir þegar liðið kjöldró Hamar á heimavelli sínum á Ásvöllum í dag í efstu deild kvenna í körfubolta. Haukar höfðu sigur 107-54 þrátt fyrir að lykilmenn liðsins spiluðu ekki nema rúmlega hálfan leikinn.

Ifeoma Okonkwo skoraði 25 stig, hirti 9 fráköst og stal 6 boltum á aðeins 21 mínútu í liði Hauka og Helena Sverrisdóttir náði þrennu með 23 stigum, 14 stoðsendingum og 10 stolnum boltum á aðeins 24 mínútum.

Latreece Bagley skoraði 22 stig og hirti 20 fráköst í liði Hamars og Jóhanna Sveinsdóttir kom næst með 10 stig.

Haukaliðið er í efsta sæti deildarinnar með 24 stig eftir 13 leiki en Keflavíkurstúlkur eru ekki langt undan með 20 stig eftir 12 leiki. Þá kemur Grindavík með 18 stig og svo ÍS með 10. Hamar hefur aðeins 2 stig líkt og Breiðablik, en þessi lið eru langneðst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×