Fótbolti

Blackburn - Leverkusen í beinni á Sýn

NordicPhotos/GettyImages

Fjöldi leikja er á dagskrá í Evrópukeppni félagsliða í kvöld en þar verða spilaðir síðari leikirnir í 32-liða úrslitum keppninnar. Leikur Blackburn og Bayer Leverkusen verður sýndur beint á Sýn klukkan 18 en þar hefur þýska liðið 3-2 forskot úr fyrri leiknum í Þýskalandi.

Á meðal athyglisverðra leikja í kvöld má nefna viðureign Newcastle og Zulte Waregem, en staðan þar er 0-0 eftir fyrri leikinn. Íslendingalið AZ Alkmaar tekur á móti tyrkneska liðinu Fenerbahce þar sem staðan er 3-3 eftir fyrri leikinn og þá á Ajax erfitt verkefni fyrir höndum á heimavelli gegn Werder Bremen þar sem þýska liðið hefur 3-0 forskot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×