Golf

Wi efstur á Honda Classic

Charlie Wie á blaðamannafundi í gær.
Charlie Wie á blaðamannafundi í gær. MYND/AP

Charlei Wi frá Suður Kóreu hefur eins höggs forystu á Honda Classic mótinu í golfi sem hófst í gær. Bernhard Langer frá Þýsklandi stal senunni í gær.

Þessi fimmtugi kylfingur lék hringinn á fjórum höggum undir pari eða á 66 höggum. Kóreumaðurinn Charlie Wi lék á 65 höggum og var á fimm höggum undir pari en hann settti niður sjö fugla og fékk tvo skolla.

Tiger Woods og Phil Micelson eru ekki með á mótinu og einnig eru sterkir kylfingar að keppa á Taílandi. Bandaríkjamaðurinn Marco Dawson er í þriðja sæti á 66 höggum. Írinn snjalli Padraig Harrington lék á 68 höggum og var á tveimur höggum undir pari og þeir Jim Furyk og Chris Di Marco á 69. Sýnt verður beint frá mótinu á Sýn á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×