Fótbolti

Newcastle leiðir 4-1 í hálfleik

NordicPhotos/GettyImages
Newcastle hefur farið á kostum í fyrri hálfleik gegn AZ Alkmaar í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða. Grétar Rafn Steinsson varð fyrir því óláni að koma heimamönnum yfir með sjálfsmarki í byrjun leiks og síðan hafa þeir Obafemi Martins (2) og Kieron Dyer komið Newcastle í 4-1 eftir að Shota Arveladze minnkaði muninn í 3-1 með glæsilegu marki. Leikurinn er sýndur beint á Sýn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×