Fótbolti

Newcastle lagði AZ - Grétar skoraði sjálfsmark

Hér má sjá hvar boltinn hrekkur af Grétari (til vinstri) og í markið strax í upphafi leiksins í kvöld
Hér má sjá hvar boltinn hrekkur af Grétari (til vinstri) og í markið strax í upphafi leiksins í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Newcastle lagði AZ Alkmaar 4-2 í æsilegum fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í kvöld. Grétar Rafn Steinsson kom enska liðinu á bragðið á 8. mínútu þegar hann skoraði sjálfsmark og þeir Obafemi Martins (2) og Kieron Dyer tryggðu Newcastle 4-1 stöðu í hálfleik. Shota Arveladze og Danny Koervermans (víti) skoruðu mörk AZ sem gætu reynst dýrmæt fyrir síðari leikinn.

Leikurinn í kvöld var hin besta skemmtun og var sýndur beint á Sýn. Newcastle vann verðskuldaðan sigur með framherjann Obafemi Martins sem sinn besta mann, en liðið hefði eflaust vel vilja sleppa við að fá á sig tvö mörk á heimavelli fyrir síðari leikinn. Hollenska liðið gafst aldrei upp og er til alls líklegt, enda hefur ekkert lið skorað fleiri mörk til þessa í UEFA keppninni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×