Tónlist

Stórstjörnur í American Idol

Söngkonan Gwen Stefani mun leggja sitt af mörkum til góðgerðarmála með söng sínum í sérstökum þætti American Idol
Söngkonan Gwen Stefani mun leggja sitt af mörkum til góðgerðarmála með söng sínum í sérstökum þætti American Idol MYND/Getty Images

Raunveruleikaþátturinn vinsæli, American Idol, mun í næsta mánuði fá stórstjörnur til að koma fram í þættinum til styrktar góðgerðarmála. Meðal þeirra sem koma fram eru Gwen Stefani, Pink og Annie Lennox. Einnig er búist við því að Bono taki lagið og að Sacha Baron Cohen komi fram sem Borat.

Ber þátturinn heitið Idol Gives Back og er markmiðið með honum að safna fjármunum fyrir samtök sem hjálpa fátækum börnum í Bandaríkjunum og Afríku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×