Handbolti

Stjarnan jók forskotið á toppnum

Rakel Bragadóttir skoraði 5 mörk fyrir  Stjörnustúlkur í kvöld
Rakel Bragadóttir skoraði 5 mörk fyrir Stjörnustúlkur í kvöld Mynd/Vilhelm
Stjarnan og Grótta skildu jöfn 21-21 í toppslag DHL deildar kvenna í kvöld eftir að Grótta hafði verið þremur mörkum yfir í hálfleik 12-9. Alina Petrache skoraði 6 mörk fyrir Stjörnuna og Rakel Bragadóttir 5. Florentina Grecu varði 23 skot í markinu. Natasha Damljanovic skoraði 6 mörk fyrir Gróttu og Íris Björk Símonardóttir varði 18 skot í markinu.

Stjarnan er í efsta sæti deildarinnar með 33 stig, Grótta í öðru með 29 stig og Valur í þriðja með 28 stig þrátt fyrir tap gegn HK í kvöld 29-27. Haukar eru í fjórða sætinu með 25 stig og eiga leik til góða líkt og topplið Stjörnunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×