Körfubolti

Haukar og Keflavík í lykilstöðu

Helena Sverrisdóttir var með þrefalda tvennu í sigri Hauka í kvöld
Helena Sverrisdóttir var með þrefalda tvennu í sigri Hauka í kvöld Mynd/AntonBrink

Haukar og Keflavík skelltu sér í bílstjórasætið á ný í rimmum sínum í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Haukar lögðu ÍS 78-61 á Ásvöllum og Keflavíkurstúlkur lögðu granna sína frá Grindavík 99-91. Haukar og Keflavík hafa því náð 2-1 forystu í einvígjum sínum og geta tryggt sér sæti í úrslitum með sigri í næsta leik.

Ifeoma Okonkwo var að venju stigahæst í liði Hauka í kvöld með 23 stig og hirti 10 fráköst, Sigrún Ámundadóttir skoraði 22 stig og Helena Sverrisdóttir var með þrefalda tvennu - 11 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar. Casey Rost var með 27 stig og 10 fráköst hjá Stúdínum og Signý Hermannsdóttir 20 stig og 10 fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×