Fótbolti

Undanúrslitin í UEFA bikarnum á Sýn í kvöld

Bremen þykir eitt sigurstranglegasta liðið í UEFA bikarnum
Bremen þykir eitt sigurstranglegasta liðið í UEFA bikarnum AFP
Í kvöld fara fram fyrri undanúrslitaleikirnir í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu og verða báðir leikir sýndir beint á rásum Sýnar. Espanyol tekur á móti Werder Bremen í beinni á Sýn og hefst útsending klukkan 18:35. Á sama tíma eigast við spænsku liðin Osasuna og Sevilla og er sá leikur í beinni á Sýn Extra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×