Innlent

Fimmtíu og fimm ára gömul íslensk kona ól barn í gærkvöld

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigríður Snævarr ól son í gærkvöld.
Sigríður Snævarr ól son í gærkvöld. Mynd/ Visir.is

Sigríður Ásdís Snævarr sendiherra ól son rétt fyrir klukkan átta í gærkvöld. Móður og barni heilsast vel. Sigríður er 55 ára. Eiginmaður Sigríðar er Kjartan Gunnarsson, varaformaður í stjórn Landsbankans og fyrrverandi framvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.

Sigríður er 55 ára gömul og elst íslenskra kvenna til að ala barn svo vitað sé. Reynir Tómas Geirsson, yfirlæknir á kvennasviði Landspítalans, telur að síðastliðin fjörutíu ár hafi að meðaltali tvær konur eldri en 45 ára eignast bön á hverju ári. Ekki sé munað eftir neinni yfir fimmtugu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×