Fótbolti

Bolton áfram

NordicPhotos/GettyImages
Bolton tryggði sér í kvöld sæti í riðlakeppni Uefa bikarsins þegar liðið vann 1-0 sigur á Larissa á heimavelli í síðari leik liðanna í undankeppninni. Fyrri leiknum lauk með jafntefli 1-1. Það var varamaðurinn Nicolas Anelka sem tryggði Bolton sigurinn með marki aðeins 80 sekúndum eftir að hann kom inn á völlinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×