Körfubolti

Keflavík vann nauman sigur á KR

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
TaKesha Watson skoraði 23 stig fyrir Keflavík í kvöld.
TaKesha Watson skoraði 23 stig fyrir Keflavík í kvöld. Mynd/Valli

Topplið Keflavíkur í Iceland Express-deild kvenna vann í kvöld nauman sigur á KR, 69-66.

Staðan í hálfleik var 44-36, Keflavík í vil, en KR jafnaði forskotið jafnt og þétt eftir það.

TaKesha Watson skoraði 23 stig fyrir Keflavík í kvöld, tók átta fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Margrét Kara Sturludóttir kom næst með tólf stig. Hún stók einnig sjö fráköst. Marín Karlsdóttir skoraði tíu stig sem og Pálína Gunnlaugsdóttir en hún tók einnig tólf fráköst.

Hjá KR var Monique Martin stigahæst með 26 stg en hún tók 20 fráköst. Sigrún Ámundadóttir skoraði tólf stig og tók þrettán fráköst en Hildur Sigurðardóttir var með ellefu stig og sex fráköst.

Þá unnu Haukar sigur á Grindavík á útivelli, 90-88, í framlengdum leik. Staðan í hálfleik var 41-41 og 81-81 að loknum venjulegum leiktíma.

Kiera Hardy skoraði fjörtíu stig fyrir Hauka og tók níu fráköst auk þess sem hún gaf sex stoðsendingar. Unnur Jónsdóttir skoraði sextán stig.

Hjá Grindavík var Joanna Skiba stigahæst með 32 stig en skammt þar undan kom Tiffany Roberson með 31 stig en hún tók einnig nítján fráköst. Báðar gáfu þær fimm stoðsendingar.

Keflavík og Haukar eru á toppnum með tíu stig en Keflavík á leik til góða. KR og Grindavík koma næst með sex stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×