Erlent

Rúmföt Madeleine ekki rannsökuð

Lögreglumenn sem komu á vettvang eftir hvarf Madeleine McCann úr sumarleyfisíbúð í Portúgal sendu ekki rúmföt stúlkunnar í rannsókn. Þannig gætu mikilvæg DNA spor eða fingraför hafa glatast af þeim sem tók Madeleine.

Þetta er haft eftir portúgölskum sérfræðingum í tæknirannsóknum á portúgalska dagblaðinu 24 Horas. Helmingur þeirra hluta sem nauðsynlega hefði þurft við rannsóknina, voru ekki prófaðir. Aðeins hár voru send til rannsoknarstofunnar.

Lögreglan hefur þegar viðurkennt að öll DNA spor hefðu skemmst vegna þess að íbúðin var ekki innsigluð.

Aðrar fregnir af málinu nú eru þær að breskur lögfræðingur er að reyna að höfða einkamál gegn Kate og Gerry McCann fyrir vanrækslu og grimmd gegn börnum. Anthony Bennett lögmanni mistókst að höfða einkamál gegn skemmtikraftinum Michael Barrymore vegna fíkniefnabrota. Hann segir ástæðu þess að hann fer í einkamál út af McCann hjónunum vera þá að þau hafi vítaverða vanrækslu með því að skilja börnin ein eftir í íbúðinni. Það sé ekki ásættanlegt að foreldrar skilji börnin sín ein eftir á þennan hátt.

Clarence Mitchell talsmaður fjölskkyldunnar ítrekar hins vegar að Kate of Gerry hafi ekki framið glæp.

Robert Murat sem fyrstur var grunaður í hvarfi Madeleine hefur neitað ásökunum vina McCann hjónanna um að hann hafi borið stúlkunna frá hótelinu. Jane Tanner og Russel O´Brien munu hafa bent á Murat, þrátt fyrir að viðurkenna að hafa ekki séð framan í manninn kvöldið örlagaríka.

Í gær kom einnig fram að McCann hjónin gætu legið undir grun alla ævi. Málið gæti haldist opið og þá mættu hjónin aldrei tala um það samkvæmt portúgölskum lögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×