Fótbolti

Kristinn dæmir í beinni á Sýn annað kvöld

Kristinn Jakobsson dæmir á Goodison annað kvöld
Kristinn Jakobsson dæmir á Goodison annað kvöld Mynd/Vilhelm

Íslendingar munu eiga fulltrúa á Goodison Park í Liverpool annað kvöld þegar Everton tekur á móti læsiveinum Dick Advocaat í Zenit frá Pétursborg í Evrópukeppni félagsliða.

Kristinn Jakobsson dæmir leikinn sem sýndur verður beint á Sýn og hefst klukkan 19:35. Kristni til aðstoðar í leiknum verða línuverðirnir Sigurður Óli Þorleifsson og Gunnar Gylfason og fjórði dómari verður Magnús Þórisson.

Everton er í efsta sæti í A-riðli keppninnar með 6 stig, Zenit hefur 5 og þar á eftir koma Grétar Rafn Steinsson og félagar í AZ Alkmaar með 4 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×