Körfubolti

Watson: Með meira sjálfstraust

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
TaKesha Watson tekur við verðlaununum frá Hannesi Jónssyni, formanni KKÍ.
TaKesha Watson tekur við verðlaununum frá Hannesi Jónssyni, formanni KKÍ. Mynd/E. Stefán

TaKesha Watson er nú á sínu öðru ári með Keflavík en hún var í dag valinn besti leikmaður fyrstu níu umferða Iceland Express deildar kvenna.

„Það er auðvitað mjög gaman að vinna einstaklingsverðlaun en ég myndi miklu frekar vinna stóru titlana. En ég er ánægð með að vera komin aftur í Keflavík," sagði hún.

Watson lék vel á síðasta tímabili en hún segir að með reynslunni komi meira sjálfstraust. „Ég hef meiri trú á sjálfri mér og liðsfélagar mínir hafa líka meiri trú á mér. Ég tel að síðasta tímabil okkar hafi ekki verið svo slæmt, við reyndum okkar besta. En nú er komið nýtt tímabil og erum við allar mjög einbeittar og ætlum okkur stóra hluti."

Hún sagði að henni hafi staðið til boða að fara til annarra liða en Keflavík.

„Ég vildi koma aftur til Keflavíkur. Mér fannst ég eiga meira inni en ég sýndi á síðasta tímabili. Mér líður mjög vel hér og var því glöð yfir því að geta komið aftur. Hvað verður svo næsta tímabil verður bara að fá að koma í ljós."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×