Innlent

Íslendingar tryggja sig með Rolex úrum

Frank Michelsen
Frank Michelsen
Sala á Rolex úrum hefur aukist að undanförnu að sögn Franks Michelsen úrsmiðs, sem hefur umboð fyrir úrin hér á landi. Frank sagðist í samtali við Vísi ekki vilja gefa nákvæmlega upp hversu mikil aukningin hefur verið en að um væri að ræða marktæka aukningu í sölu. Frank sagði að það væru aðallega Íslendingar sem væru að kaupa úrin.

Frank segir að ástæðu söluaukningarinnar megi rekja til bankakreppunnar. „Fólk vill fjárfesta í einhverju sem er fast í hendi, einhverju sem gufar ekki upp eins eins og reykur í lofti," segir Frank í samtali við Vísi. Hann bendir á að Rolex úrin verði alltaf dýrari og dýrari og Íslendingar séu því að fjárfesta í öryggi. „Það er svo fátt sem fólkið treystir núna. Þetta er það eina sem fólkið getur gengið að að vísu," segir Frank.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×