Viðskipti innlent

Hagfræðiprófessor vill taka upp norsku krónuna

Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor hjá Háskóla Íslands vill að Íslendingar taki upp norsku krónuna. Þetta kemur fram í viðtali vefsíðunnar E24.no við Þórólf.

Í viðtalinu segir Þórólfur að stjórn Seðlabanka Íslands sé rúin trausti og muni verða það næstu tíu árin. Vandamálin á Íslandi séu tilkomin vegna tilrauna með fljótandi gengi og verðbólgumarkmið frá árinu 2001.

"Sökum þessa getur Ísland ekki haldið áfram með eign gjaldmiðil," segir Þórólfur.

Þórólfur ræðir um möguleikana á inngöngu í ESB og upptöku evrunnar. Til skamms tíma telur hann þó að einhverskonar myntsamband við Noreg sé raunhæfari möguleiki.

Í þessu sambandi nefnir Þórólfur keimlíka stöðu landanna tveggja á evrópska efnahagssvæðinu. "Við eigum einnig sameiginlega sögu, menningarlega, efnahagslega og landfræðilega, og slíkt mælir með myntsamstarfinu" segir Þórólfur.

Þórólfur vill að Seðlabanki Íslands verði deild í norska seðlabankanum og að Ísland gangi undir norska hagstjórn. "Það er jú skortur á stjórnun sem leitt hefur okkur í þessa erfiðleika nú," segir hann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×